Enski boltinn

Aðstæður munu ekki hafa áhrif á Van Gaal

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Vísir/Getty
Ryan Giggs, aðstoðarþjálfari Manchester United telur að Louis Van Gaal muni falla vel inn í umhverfið hjá Manchester United en Hollendingurinn hefur störf í næstu viku.

Giggs telur að reynsla Van Gaal muni hjálpa honum en hann hefur stjórnað liðum á borð við Barcelona og Bayern Munchen á þjálfaraferli sínum sem spannar 23 ár.

„Aðstæðurnar munu ekki hafa áhrif á hann, hann hefur stjórnað stórum klúbbum áður og hann er að taka við stærsta félagi heims að mínu mati. Þetta verður ekki auðvelt en hann er spenntur,“ sagði Giggs sem verður aðstoðarmaður Van Gaal eftir að hafa stjórnað Manchester United í síðustu leikjum síðasta tímabils.

„Við höfum rætt saman á meðan hann hefur verið á Heimsmeistaramótinu og reynt að undirbúa leikmenn. Hann kemur til móts við okkur í næstu viku og hittir leikmennina en þeir hafa verið að vinna samkvæmt áætlunum hans. Þjálfarateymið lætur leikmenn æfa eftir hugmyndum Van Gaal þrátt fyrir að hann sé ekki hérna,“ sagði Giggs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×