Erlent

Aðskilnaðarsinnar reknir úr ráðhúsi Mariupol

Samúel Karl Ólason skrifar
Aðskilnaðarsinni stendur vörð við ráðhúsið.
Aðskilnaðarsinni stendur vörð við ráðhúsið. Vísir/AFP
Stjórnvöld í Úkraínu hafa náð tökum á stjórnarbyggingu í borginni Mariupol í austurhluta landsins, af aðskilnaðarsinnum. Þrír aðskilnaðarsinnar hlynntir Rússlandi voru skotnir til bana í aðgerðum úkraínska hersins og fjöldi þeirra er sagður hafa meiðst.

Frá þessu er sagt á vef BBC, en þar segir að aðskilnaðarsinnar haldi opinberum byggingum í minnst 12 bæjum í Austur-Úkraínu.

Þá var útför Volodymyr Rybak, stjórnmálamanns, í morgun. Honum var rænt í Donetsk nýverið og hann myrtur.

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, er í heimsókn til Japan, en hann sakaði Rússland um að fara framhjá samningi sem undirritaður var í Genf í síðustu viku á milli Úkraínu, Bandaríkjanna og Rússlands.

Samningurinn sagði til um að fólk myndi leggja niður vopn sín og snúa til síns heima.

Obama sagði Rússland hafa mistekist að stöðva aðgerðir aðskilnaðarsinnanna og að Bandaríkin væru að undirbúa nýjar viðskiptaþvinganir gegn Rússlandi.

Þá hafa Bandarískir hermenn lent í Póllandi þar sem þeir taka þátt í heræfingum.  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×