Innlent

Aðgerðir til að fjölga körlum á leikskólum

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
vísir/pjetur
„Það er jafn mikið jafnréttismál að fjölga karlkyns leikskólakennurum og að fjölga konum í stjórnum fjármálafyrirtækja,“ segir Haraldur Freyr Gíslason, formaður Félags leikskólakennara.

Aðeins eitt prósent leikskólakennara er karlar.

Á fundi um málið í gær sagðist Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tilbúinn að huga að aðgerðum í samvinnu við Félag leikskólakennara.

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri
„Þetta snýst um góðar fyrirmyndir og að hvetja karlmenn til að gera starf með börnum að ævistarfi,“ sagði Dagur. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×