Innlent

Aðgerðir ríkisstjórnarinnar gagnast frekar þeim tekjuhærri

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Gylfi Arnbjörnsson er forseti ASÍ
Gylfi Arnbjörnsson er forseti ASÍ Vísir/Vilhelm
Alþýðusamband Íslands, ASÍ, segir að aðgerðir ríkisstjórnarinnar á þessu ári og því næsta gefi til kynna að hún sé ríkisstjórn ríka fólksins.

Í tilkynningu sem ASÍ hefur sent fjölmiðlum kemur fram að lækkun á miðþrepi tekjuskatts úr 25,8% í 25,3% hafi einungis gagnast þeim tekjuhæstu; skattar hjá þeim sem höfðu tekjur undir 250.000 kr. á mánuði hafi ekki lækkað.

ASÍ gagnrýnir einnig afnám auðlegðarskatts og lækkun á verðtryggðum húsnæðislánum. Telur sambandið að báðar þessar aðgerðir gagnist frekar þeim tekjuhærri en þeim tekjulægri.

Breytingar á lífeyrisgreiðslum almannatrygginga eru auk þess gagnrýndar en þær fela í sér hækkun frítekjumarks atvinnutekna og afnám skerðingar á grunnlífeyri ellilífeyrisþega vegna greiðslna úr lífeyrissjóðum.

ASÍ bendir líka á sé alls óvíst að breytingar á virðisaukaskatti og afnám vörugjalda skili sér að fullu til neytenda. Fordæmi séu fyrir því að slíkar breytingar skili heimilunum frekar auknum útgjöldum og meiri tekjum til kaupmanna eða heildsala.

Að lokum segir í tilkynningu að þó að hækkun barnabóta komi tekjulágum barnafjölskyldum til góða þá hafi ekki verið kynntar neinar mótvægisaðgerðir fyrir aðra hópa.


Tengdar fréttir

Telur að lækkun vörugjalda skili sér ekki til neytenda

Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ telur nær útilokað að lækkun vörugjalda á matvæli skili sér til neytenda. Samkvæmt útreikningum Rannsóknarseturs verslunarinnar hækkar matarkarfan um tæpar 42 þúsund krónur á ári vegna hækkunar á virðisaukaskatti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×