Innlent

Aðgerðir enn á hættustigi

Bjarki Ármannsson skrifar
Úr samhæfingarmiðstöð almannavarna.
Úr samhæfingarmiðstöð almannavarna. Vísir/Stefán
Aðgerðir almannavarna ríkislögreglustjóra vegna eldgossins í Holuhrauni eru enn á hættustigi. Ekki er talin ástæða til þess að flytja aðgerðina yfir á neyðarstig, líkt og gert var þegar gos kom upp á sama stað síðasta föstudag, að svo stöddu.

Þetta kemur fram í stöðuskýrslu frá samhæfingarstöðinni í Skógarhlíð. GPS-mælingar sýna áframhaldandi gliðnun á gossvæðinu og rísa gasbólstrar frá sprungunni í nokkur hundruð metra hæð.

Veðurskilyrði á svæðinu eru enn sögð mjög slæm og gera erfitt að fylgjast með gosinu. Vísindamenn eru þó á staðnum og nota hvert tækifæri til að afla upplýsinga um kviku- og gasútstreymi. Veður hamlar flugi í augnablikinu en Veðurstofa hefur þó lækkað litakóða sinn fyrir flugumferð yfir Bárðarbungu úr rauðu í appelsínugult.


Tengdar fréttir

Gos hafið að nýju

Af vefmyndavél Mílu má glögglega sjá að gos er hafið að nýju í Holuhrauni norðan Dyngjujökuls, á sama stað og gos hófst aðfaranótt föstudags.

„Mjög fallegt sprungugos“

Þorbjörg Ágústsdóttir doktorsnemi í jarðeðlisfræði var meðal þeirra fyrstu á eldstöðvarnar í Holuhrauni í morgun. Hún segir gosið afar fallegt og að hraunflæðið sé töluvert meira en í gosinu á föstudag.

Stærra gos en síðast

"Þetta er hraungos og það er aðeins meira en síðast. Meira hraun sem er ósköp eðlilegt og eins og við var búist,“ segir eldfjallafræðingurinn Ármann Höskuldsson




Fleiri fréttir

Sjá meira


×