Skoðun

Aðgerðir á leigumarkaði

Pétur Ólafsson skrifar
Síðastliðinn þriðjudag samþykkti bæjarstjórn Kópavogs tillögu minnihlutans um að skoða mögulegar ívilnanir vegna lóðaúthlutana til aðila sem hyggjast byggja leiguíbúðir í bænum. Jafnframt kanni þeir kosti þess að Kópavogsbær komi að byggingu íbúða til leigu, bæði félagslegra og á hinum almenna leigumarkaði. Skuli þessar upplýsingar liggja fyrir með minnisblaði innan tveggja vikna.

Umræður um málefni leigjenda á fundi bæjarstjórnar voru afar góðar og málefnalegar að mestu leyti. Það er mikilvægt að kjörnir fulltrúar sýni kjósendum að þeir geti brugðist við af almennri skynsemi frekar en að láta eigin tilfinningar eða hugmyndafræði byrgja sér sýn. Mikil eftirspurn er eftir leiguíbúðum í bænum og ef viðbragð hins frjálsa markaðar er uppsprengt verð er það skylda ríkis og sveitarfélaga að bregðast hratt og örugglega við í þágu almennings.

Í öllum löndum í norðanverðri Evrópu eru starfrækt einhvers konar leigufélög. Aðkoma sveitarfélaga þar er mikil og rík hefð er fyrir leiguforminu. Aðilar vinnumarkaðarins þar í löndum eru einnig umsvifamiklir þar sem þak yfir höfuð er markmið félaganna frekar en ofsahagnaður. Það er þessi hugsun sem bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar og minnihluti bæjarstjórnar Kópavogs orðuðu á fundinum í fyrradag og það er þessi hugsun sem vonandi verður að veruleika þegar tími aðgerða er runninn upp, hvort sem er í Kópavogi, Reykjavík eða um land allt.




Skoðun

Skoðun

Er þetta eðli­legt?

Guðrún Árnadóttir,Guðrún Tara Sveinsdóttir,Hekla Kollmar,Þorgerður Jörundsdóttir skrifar

Sjá meira


×