Innlent

Aðgerðarstöð fyrir höfuðborgarsvæðið er í startholunum

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fylgist með veðrinu úr Skógarhlíð. Mynd úr safni.
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fylgist með veðrinu úr Skógarhlíð. Mynd úr safni. Vísir/Pjetur
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins vinnur nú að því að setja upp aðgerðarstöð í Skógarhlíð vegna stormsins sem von er á. „Það er komið allsherjarráð í gang og aðgerðarstöð fyrir höfuðborgarsvæðið er í startholunum,“ sagði slökkviliðsmaður á vakt í morgun í samtali við fréttastofu.

Sjá einnig: „Bíður upp á vandræði“ að fara út í umferðina

Slökkviliðið fylgist meðal annars með veðrinu fyrir skólastjórnendur í borginni en í gær var send út tilkynning 1, en hún er send út daginn fyrir veðurofsa til að láta vita að ástæða sé til að fylgjast vel með veðri vegna vondrar veðurspár.

Brýnt hefur verið fyrir skólastjórnendum að fylgjast vel með veðrinu í dag og þessum tilkynningum slökkviliðsins. 

Tvö viðbúnaðarstig eru möguleg; annars vegar viðbúnaðarstig 1 þegar röskun verður á skólastarfi vegna erfiðleika starfsfólks og nemenda við að komast í skólann og hins vegar viðbúnaðarstig 2 þegar fella þarf niður skólahald vegna veðurs.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×