Innlent

Aðgerðarsinnar á sviði mannréttinda boða til mótmæla vegna vígslu Trumps

Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar
Fyrstu mótmælin voru í dag í Wahington DC og gengu aðgerðarsinnarnir í fylkingu eftir götum borgarinnar í átt að minnismerki Martins Luthers Kings
Fyrstu mótmælin voru í dag í Wahington DC og gengu aðgerðarsinnarnir í fylkingu eftir götum borgarinnar í átt að minnismerki Martins Luthers Kings Vísir/Getty
Bandarískir aðgerðarsinnar á sviði mannréttinda hafa boðað til viku langra mótmæla til að sýna fram á óánægju sína með að Donald Trump muni taka við embætti forseta Bandaríkjanna í næstu viku. Reuters greinir frá.

Fyrstu mótmælin voru í dag í Wahington DC og gengu aðgerðarsinnarnir í fylkingu eftir götum borgarinnar í átt að minnismerki Martins Luthers Kings og sóru þess heit að berjast fyrir jafnrétti og réttlæti í valdatíð Trumps og ríkisstjórnar hans.

Mótmælendurnir hrópuðu „Ekkert réttlæti, enginn friður“ og var Séra Al Sharpton í broddi fylkingar.

Ræðumenn héldu tölu fyrir mótmælagönguna og sögðu þar Trump til syndanna.

„Við stöndum saman, ekki sem fólk fullt af hatri heldur sem fólk fullt af von,“ sagði Charley Hames Jr. einn stjórnanda mótmælanna og bætti við að hann teldi þessa mótmælagöngu vera þá fyrstu af mörgum.

Um 30 hópar, sem skipaðir eru fólki sem allir eru harðir andstæðingar Trumps, hafa boðað komu sína og fengið leyfi til að mótmæla fyrir, á meðan og eftir vígslu Trumps í embætti forseta Bandaríkjanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×