Skoðun

Aðgengi að lyfjafræðingum er aðgengi að heilsu

Stjórn Áhugahóps um sjúkrahúslyfjafræði innan Lyfjafræðingafélags Íslands skrifar
Áhugahópur um sjúkrahúslyfjafræði var stofnaður innan Lyfjafræðingafélags Íslands árið 2012. Stofnun áhugahópsins var liður í því að sækja um aðild að European Association of Hospital Pharmacists (EAHP) eða Samtökum evrópskra sjúkrahúslyfjafræðinga. Tilgangur áhugahópsins er m.a. að styrkja störf sjúkrahúslyfjafræðinga á Íslandi með upplýsingagjöf, fræðslu og auknu samstarfi innanlands sem utan, ásamt því að auka þekkingu og bæta verkferla á sjúkrahúsum til hagsbóta fyrir sjúklinga. Öll störf sjúkrahúslyfjafræðinga miða að því að hjálpa skjólstæðingum og innan veggja sjúkrahúsa er það ávallt teymisvinna.

Evrópusamtök sjúkrahúslyfjafræðinga stóðu fyrir leiðtogafundi í maí s.l. og tóku íslenskir sjúkrahúslyfjafræðingar virkan þátt í fundinum, þar sem framtíðarstefna fagstéttarinnar var skipulögð  og rætt hvernig hún getur enn frekar þjónað skjólstæðingum og aukið samstarf við aðrar heilbrigðisstéttir. Varpað var ljósi á alla þá góðu starfsemi sem nú þegar er til staðar í sjúkrahúsapótekum víða um Evrópu og læra má af, til þess að bæta gátlista og verkferla þannig að þær umbætur sem sjúkrahúslyfjafræðingum eru kappsmál verði að veruleika, ásamt því móta hvaða hæfni og hlutverkum sjúkrahúslyfjafræðingar ættu að stefna að í hverju Evrópulandi fyrir sig.

Í tilefni af leiðtogafundinum var gefið út stutt myndband um störf sjúkrahúslyfjafræðinga. Myndbandið er aðgengilegt almenningi og má neðst í pistlinum.

Í þágu öryggis sjúklinga og velferðar, voru á gefnar út 44 Evrópuyfirlýsingar um sjúkrahúslyfjafræði, þar sem m.a. kemur skýrt fram að:

-Öll sjúkrahús eiga að hafa aðgang að sjúkrahúslyfjafræðingum sem bera ábyrgð á að lyf séu notuð á viðeigandi, öruggan og hagkvæman hátt.

-Sjúkrahúslyfjafræðingar eiga að taka þátt í umönnun sjúklinga á öllum þjónustustigum, tryggja þverfaglegt samstarf og að meðferðarmarkmiðum sé náð.

-Allar lyfjaávísanir skulu yfirfarnar og samþykktar af sjúkrahúslyfjafræðingum eins fljótt og hægt er.

-Sjúkrahúslyfjafræðingar eiga að taka virkan þátt í ákvarðanatöku, þar á meðal ráðgjöf, framkvæmd og eftirfylgni lyfjabreytinga í samvinnu við sjúklinga, umönnunaraðila og annað heildbrigðisstarfsfólk.

-Lyf sem þarf að framleiða sérstaklega fyrir einstaka sjúklinga, á að framleiða í sjúkrahúsapóteki á ábyrgð sjúkrahúslyfjafræðinga.

-Sjúkrahúslyfjafræðingar eiga að hafa aðgang að sjúkraskrá sjúklinga. Umsjá og íhlutun sjúkrahúslyfjafræðinga á að skrá í sjúkraskrá og greina íhlutunina til þess að meta gæði þjónustunnar.

-Klínísk lyfjafræðiþjónusta á að vera í stöðugri þróun til þess að hámarka árangur lyfjameðferða einstaklinga.

Evrópuyfirlýsingarnar í heild sinni verða birtar á íslensku á næstunni, en má finna á ensku hér.

Nánari upplýsingar er að finna á www.eahp.eu og www.lfi.is




Skoðun

Skoðun

Saman gegn ríkisofbeldi

Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson,Örlygur Steinar Arnaldsson,Sigurhjörtur Pálmason,Simon Valentin Hirt,Kristbjörg Arna E. Þorvaldsdóttir,Ari Logn,Margrét Rut Eddudóttir skrifar

Sjá meira


×