Lífið

Adele slær gamalt sölumet NSYNC

Atli Ísleifsson skrifar
Plata Adele, 25, var gefin út á föstudaginn í síðustu viku.
Plata Adele, 25, var gefin út á föstudaginn í síðustu viku. Vísir/AFP
25, ný plata bresku söngkonunnar Adele, hefur slegið sölumet í Bandaríkjunum og seldust rúmlega 2,4 milljónir eintaka fyrstu rúmu þrjá dagana sem hún var í sölu.

Þetta kemur fram í frétt Billboard þar sem vísað er í Nielsen Music og segir að ekki hafi selst fleiri plötur fyrstu vikuna frá því að Nielsen Music hóf skráningar árið 2001.

Bandaríska sveitin NSYNC átti fyrra metið þar sem plata þeirra, No Strings Attached, seldist í rétt rúmlega 2,4 milljónum eintaka fyrstu vikuna í mars árið 2000.

Plata Adele, 25, var gefin út á föstudaginn í síðustu viku og hefur ekki verið aðgengileg á streymisveitum á borð við Spotify.

Sérfræðingar telja að platan gæti selst í um 2,9 milljónum eintaka þegar hún hefur verið heila viku í sölu.


Tengdar fréttir

Adele að slá sölumet

Talið er að yfir 2,5 milljón eintaka af nýju plötu Adele muni seljast í vikunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×