Körfubolti

Aðeins þrír alvöru leikstjórnendur í NBA | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Gary Payton er óhræddur við að tjá sig.
Gary Payton er óhræddur við að tjá sig. Vísir/Getty
Gary Payton, fyrrverandi leikmaður Seattle, Miami, LA Lakers og Boston í NBA-deildinni í körfubolta, lét gamminn geysa þegar fréttamaður slúðurvefsíðunnar TMZ greip hann fyrir utan steikhús í Los Angeles.

Payton, sem nýverið var tekinn inn í frægðarhöll NBA-deildarinnar, var spurður hver yrði kjörinn mikilvægasti leikmaður deildarkeppninnar en hann vildi meina það yrði KevinDurant.

Aðspurður út leikmenn sem spila hans stöðu, leikstjórnendur, fór Payton á mikið flug og sagði aðeins þrjá leikmenn í deildinni vera alvöru leikstjórnendur: Tony Parker hjá San Antonio, RajonRondo hjá Boston og ChrisPaul hjá Clippers.

„Nú eru skotbakverðir eins og StephenCurry og RussellWestbrook að spila sem leikstjórnendur,“ sagði Payton sem vill meina að þeir séu ekki líkir honum sem leikmenn.

„Vitiði hvað? Ég er í frægðarhöllinni þannig þið verðið bara sætta ykkur við þetta. Þeir eru ekki eins og ég. Þegar þeir verða jafngóðir og ég var mega þeir tala við mig,“ sagði Gary Payton.

Gary Payton ræðir málin eftir væna steik


NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×