Fótbolti

Aðeins stjórnarmenn í Tólfunni mega koma með fána og trommur á völlinn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Stuðningsmenn Íslands hafa verið frábærir á EM.
Stuðningsmenn Íslands hafa verið frábærir á EM. vísir/vilhelm
Það má búast við því að margir meðlimir Tólfunnar muni berjast um boðsmiða frá KSÍ um að koma á leikinn gegn Englandi í Nice.

Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, sagði við Vísi að KSÍ væri að skoða að bjóða einhverjum úr Tólfunni til Nice.

„Það eru aldrei nema tíu trommarar eða eitthvað slíkt,“ sagði Klara.

Sjá einnig: KSÍ ætlar sér að bjóða Tólfunni á Englandsleikinn

Nú kemur sér væntanlega vel að vera í stjórn Tólfunnar en einn af stjórnarmönnum Tólfunnar, Friðgeir Bergsteinsson, tjáði Vísi að eingöngu stjórnarmeðlimir hefðu leyfi til þess að fara með fána og trommur inn á vellina.

Í stjórn Tólfunnar sitja sex manns og því eru væntanlega aðeins fjögur sæti laus fari svo að KSÍ bjóði tíu manns til Nice.

Friðgeir sagði að Tólfan hefði þó ekki enn heyrt neitt frá KSÍ og gæti því ekki tjáð sig frekar um málið.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×