Erlent

Aðeins sex eftir í heiminum

Bjarki Ármannsson skrifar
Suni var fyrsti hvíti norður-nashyrningurinn sem fæddist í umsjá manna.
Suni var fyrsti hvíti norður-nashyrningurinn sem fæddist í umsjá manna. Vísir/AFP
Aðeins sex hvítir nashyrningar frá norðurhluta Afríku eru eftir í heiminum eftir að Suni, 34 ára karldýr í Kenía, drapst í vikunni. Suni var einn tveggja karlkyns nashyrninga sem talinn var geta fjölgað sér.

The Guardian greinir frá. Þessi tegund nashyrninga er á barmi útrýmingar, fyrst og fremst af mannavöldum. Í þjóðgarðinum þar sem Suni drapst eru enn þrjú dýr og í tilkynningu frá umsjónarmönnum garðsins segir að áfram verði unnið með þau í þeirri von að einn daginn fæðist þeim kálfur.

Suni var fyrsti hvíti norður-nashyrningurinn sem fæddist í umsjá manna. Hann fannst dauður síðastliðinn föstudag en ekki hefur verið greint frá því hvað dró hann til dauða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×