Enski boltinn

Aðeins níu leikmenn komu að fleiri mörkum en Gylfi í ensku úrvalsdeildinni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gylfi fékk frí í lokaleik tímabilsins.
Gylfi fékk frí í lokaleik tímabilsins. vísir/getty
Gylfi Þór Sigurðsson er í 10.-12. sæti yfir þá leikmenn sem komu að flestum mörkum í ensku úrvalsdeildinni í vetur.

Gylfi, sem gekk í raðir Swansea City frá Tottenham síðastliðið sumar, skoraði sjö mörk fyrir velska liðið í úrvalsdeildinni í vetur og gaf auk þess 10 stoðsendingar á samherja sína.

Íslenski landsliðsmaðurinn kom því samtals að 17 mörkum Swansea í deildinni en tveir aðrir leikmenn komu einnig að 17 mörkum sinna liða í vetur; Wayne Rooney, sem gerði 12 mörk og átti fimm stoðsendingar fyrir Manchester United, og Arsenal-maðurinn Oliver Giroud sem skoraði 14 mörk og lagði þrjú til viðbótar upp.

Agüero fékk gullskóinn fyrir mörkin 26 sem hann skoraði í vetur.vísir/getty
Sergio Agüero, markakóngur deildarinnar, er einnig efstur ef mörk og stoðsendingar eru lagðar saman en Argentínumaðurinn skoraði 26 mörk og gaf fyrir átta stoðsendingar fyrir silfurlið Manchester City.

Harry Kane kemur næstur en hann kom að 25 mörkum Tottenham í deildinni. Kane, sem sló svo eftirminnilega í gegn í vetur, kom alls að 43,1% marka Spurs í deildinni.

Alexis Sánchez vermir 3. sætið en Chile-maðurinn skoraði 16 mörk og lagði átta upp fyrir félaga sína á sínu fyrsta tímabili í ensku úrvalsdeildinni.

Næstir koma svo Chelsea-mennirnir Diego Costa og Eden Hazard og Charlie Austin sem komu allir að 23 mörkum í vetur. Austin var allt í öllu hjá botnliði QPR en hann kom að 54,8% marka liðsins í vetur.

Harry Kane kom að nær helmingi marka Tottenham í deildinni í vetur.vísir/getty
Þessir komu að flestum mörkum í ensku úrvalsdeildinni (mörk+stoðsendingar):

1. Sergio Agüero, Man City - 34 (26+8)

2. Harry Kane, Tottenham - 25 (21+4)

3. Alexis Sánchez, Arsenal - 24 (16+8)

4.-6. Diego Costa, Chelsea - 23 (20+3)

4.-6. Charlie Austin, QPR - 23 (18+5)

4.-6. Eden Hazard, Chelsea - 23 (14+9)

7. Cesc Fábregas, Chelsea - 21 (3+18)

8. David Silva, Man City - 19 (12+7)

9. Santi Cazorla, Arsenal - 18 (7+11)

Lék Charlie Austin sinn síðasta leik fyrir QPR í dag?vísir/getty
10.-12. Oliver Giroud, Arsenal - 17 (14+3)

10.-12. Gylfi Þór Sigurðsson, Swansea City - 17 (7+10)

10.-12. Wayne Rooney, Man Utd - 17 (12+5)

13. Nacer Chadli, Tottenham - 16 (11+5)

14.-18. Christian Benteke 15 (13+2)

14.-18. Danny Ings 15 (11+4)

14.-18. Romelu Lukaku 15 (10+5)

14.-18. Jordan Henderson 15 (6+9)

14.-18. Saido Berahino 15 (14+1)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×