Innlent

Aðeins hefur verið hægt að opna eitt skíðasvæði

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar
Svona lítur Tindastóll út í dag.
Svona lítur Tindastóll út í dag. MYND/Jón Bjarni Loftsson
Aðeins skíðasvæði Skagfirðinga í Tindastóli hefur verið opnað það sem af er vetri. Hlýindin undanfarið hafa orðið til þess að verulega skortir snjó á skíðasvæðum landsins. Forstöðumaður Tindastóls segir nægan snjó á svæðinu enda hafi snjóað aðeins í nótt.

Hlýindin það sem af er vetri hafa haft veruleg áhrif á skíðasvæði landsins. Þannig hefur aðeins tekist að opna eitt þeirra. Það er skíðasvæði Skagfirðinga í Tindastóli. Það var fyrst opnað um síðustu helgi og verður opið í dag og um helgina. „Það er nægur snjór,“ segir Viggó Jónsson forstöðumaður skíðasvæðisins enda hafi snjóað þar í nótt.

Viggó segir að snjógirðingar á svæðinu hafi haft sitt að segja fyrir skíðasvæðið. „Í hríðinni um daginn þá var þannig átt að snjógirðingarnar gáfu vel. Við erum fyrst og síðast að keyra á því, segir Viggó.

Hann segir nokkuð um að erlendir ferðamenn sem leið hafi átt um svæðið um síðustu helgi hafi skellt sér á skíði. „Það var mikið af aðkomufólki og meira að segja fólk alveg austan frá Finnlandi. “ segir Viggó Jónsson. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×