Fótbolti

Aðeins fjórir leikmenn skorað meira en Gylfi í undankeppni EM

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gylfi hefur gert fimm mörk í undankeppninni, þar af þrjú gegn Hollandi.
Gylfi hefur gert fimm mörk í undankeppninni, þar af þrjú gegn Hollandi. vísir/valli
Ísland er sem kunnugt er komið í dauðafæri til að tryggja sér sæti í lokakeppni EM 2016 eftir 0-1 sigur á Hollandi í Amsterdam í gær.

Íslensku strákarnir eru nú með 18 stig á toppi A-riðils og þeim nægir eitt stig úr síðustu þremur leikjunum til að tryggja sér sæti á EM í Frakklandi. Ísland tekur á móti Kasakstan í þriðja síðasta leik sínum í riðlinum á sunnudaginn og getur þá tryggt sér sæti í lokakeppninni í fyrsta sinn í sögunni.

Gylfi Þór Sigurðsson skoraði eina markið gegn Hollandi í gær úr vítaspyrnu í byrjun seinni hálfleiks.

Sjá einnig: Aldrei áður verið stressaður að taka víti

Þetta var fimmta mark Gylfa í undankeppninni en hann er markahæstur allra leikmanna í A-riðli. Tékkinn Borek Dockal og Hollendingurinn Klaas-Jan Huntelaar koma næstir með fjögur mörk hvor. Eitt marka Dockals kom gegn Íslandi en Huntelaar tókst líkt og samherjum sínum ekki að koma boltanum framhjá Hannesi Þór Halldórssyni í leikjunum tveimur gegn Íslandi.

Lewandowski er markahæstur í undankeppni EM 2016 með sjö mörk.vísir/getty
Sé litið yfir alla undankeppnina kemur í ljós að aðeins fjórir leikmenn hafa skorað fleiri mörk en Gylfi.

Pólverjinn Robert Lewandowski, leikmaður Bayern München, er markahæstur í undankeppni EM 2016 með sjö mörk. Næstir koma Bosníumaðurinn Edin Dzeko, Englendingurinn Danny Welbeck og Walesverjinn Gareth Bale en þeir hafa gert sex mörk hver.

Sjö leikmenn hafa skorað fimm mörk, líkt og Gylfi okkar Sigurðsson. Þeirra á meðal eru þekktar stærðir eins og Thomas Müller, Zlatan Ibrahimovic, Cristiano Ronaldo og Wayne Rooney.

Markahæstu leikmenn í undankeppni EM 2016:

7 mörk

Robert Lewandowski (Pólland)

6 mörk

Edin Dzeko (Bosnía), Danny Welbeck (England), Gareth Bale (Wales)

5 mörk

Gylfi Þór Sigurðsson (Ísland), Omer Damari (Ísrael), Cristiano Ronaldo (Portúgal), Thomas Müller (Þýskaland), Zlatan Ibrahimovic (Svíþjóð), Kyle Lafferty (Norður-Írland), Wayne Rooney (England), Milivoje Novakovic (Slóvenía)

4 mörk

Klaas-Jan Huntelaar (Holland), Maraoune Fellaini (Belgía), Ivan Perisic (Króatía), Borek Dockal (Tékkland), Shaun Maloney (Skotland), Arkadiusz Milik (Pólland), Xherdan Shaqiri (Sviss)


Tengdar fréttir

Jóhann Berg: Gaman að vera liðið á toppnum

Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í íslenska landsliðinu í fótbolta verja toppsæti A-riðilsins í undankeppni EM 2016 þegar sjöunda umferð riðilsins fer fram á morgun.

Hundruð milljóna fóru í ferðir á Ísland-Holland

Varlega má áætla að kostnaður við ferð í sólarhring til Amsterdam til að styðja strákana okkar í landsleiknum gegn Hollandi hafi numið minnst 100 þúsund krónum á mann. Um 3.000 Íslendingar fóru á leikinn og settu kostnaðinn ekki fyrir sig.

Strákarnir sigruðu Golíat

Með aðdáunarverðri elju, baráttu, skipulagi og gleði tókst Davíð að sigra Golíat – og það í annað sinn.

Jón Daði: Fékk gæsahúð yfir þjóðsöngnum

Jón Daði Böðvarsson var hrærður þegar blaðamaður Vísis hitti á hann að leik loknum í kvöld en hann sagði það mikil forréttindi að fá að spila með þessu liði.

Jafntefli gegn Kasakstan tryggir sæti á lokakeppni EM

Íslenska landsliðið þarf þrjú stig úr síðustu þremur leikjum sínum í undankeppni EM til þess að gulltryggja sætið á lokakeppni mótsins sem fer fram í Frakklandi næsta sumar.

Lars: Það er svo auðvelt að vinna með þessum strákum

Lars Lagerbäck, þjálfari íslenska landsliðsins, var vissulega brosmildur eftir sigurinn á Hollandi í undankeppni EM í kvöld en þessi reyndi Svíi tók stærsta einum sigri Íslands frá upphafi á fótboltavellinum samt með sínu þjóðþekkta jafnaðargeði.

Fullt hús stiga á móti einni bestu knattspyrnuþjóð heims

Gylfi Þór Sigurðsson tryggði Íslandi sögulegan 1-0 sigur á Hollandi á Amsterdam Arena í gærkvöldi. Íslendingar geta farið að bóka ferðina til Frakklands næsta sumar og þau sem sungu allan tímann í stúkunni í eru farin að dreyma um að upplifa svona stundir aftur.

Birkir Bjarna: Heppnir að Robben fór af velli

Birkir Bjarnason var maðurinn á bak við sigurmarkið á móti Hollandi á Amsterdam Arena í kvöld en hann fiskaði vítið sem Gylfi Þór Sigurðsson skoraði eina mark leiksins úr í upphafi seinni hálfleiks.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×