Fótbolti

Aðeins einn leikmaður hefur lagt upp fleiri mörk en Kári á EM

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kári Árnason, miðvörður íslenska landsliðsins, er í öðru til fimmta sæti yfir þá sem hafa gefið flestar stoðsendingar á EM í Frakklandi nú þegar bara á eftir að spila sjö leiki í keppninni.

Kári hefur lagt upp mark í síðustu tveimur leikjum Íslands sem báðir unnust. Hann skallaði innkast Arons Einars áfram á Jón Daða Böðvarsson í sigrinum á Austurríki og skallaði síðan eftir annað innkast Arons áfram á Ragnar Sigurðsson í sigrinum á Englandi.

Jón Daði skoraði markið sitt á nærstönginni á móti Austurríki en Ragnar var mættur á fjærstöngina til að skora framhjá Joe Hart í marki enska landsliðsins.

Það er bara Belginn Eden Hazard sem hefur gefið fleiri stoðsendingar en Kári eða þrjár. Þeir Kevin De Bruyne (Belgíu), Cristiano Ronaldo (Portúgal) og  Aaron Ramsey (Wales) hafa síðan allir gefið tvær stoðsendingar eins og Kári.

Allir þessir leikmenn í efstu sætunum með Kára eiga það sameiginlegt að spila framarlega á vellinum. Kári er hinsvegar annar helmingurinn af frábæru miðvarðarpari íslenska landsliðsins.

Það má búast við því að Frakkar leggi ofurkapp á það að dekka Kára Árnason í föstum leikatriðum þegar Ísland og Frakkland mætast í átta liða úrslitum Evrópumótsins í Frakklandi á sunnudagskvöldið.

Hér fyrir neðan má sjá þessi tvö mörk sem Kári Árnason hefur lagt upp í Evrópukeppninni í Frakklandi.

Mark Jóns Daða Böðvarssonar Mark Ragnars Sigurðssonar

Tengdar fréttir

Bræður okkar ljónshjarta

Ísland upplifði stærsta íþróttaafrek í sögu þjóðarinnar þegar strákarnir okkar unnu England í 16-liða úrslitum EM í Frakklandi, 2-1, á Allianz Riviera leikvanginum í Nice í gærkvöldi. Sigurinn var fyllilega verðskuldaður enda frammistaða íslenska liðsins stórbrotin.

Kári valinn í lið 3. umferðarinnar á EM

Kári Árnason gleymir gærdeginum eflaust seint. Miðvörðurinn átti þá frábæran leik þegar Ísland lagði Austurríki að velli, 2-1, og tryggði sér þar með sæti í 16-liða úrslitum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×