Enski boltinn

Adebayor ekki í leikmannahóp Tottenham í ensku úrvalsdeildinni

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Adebayor hefur nægan tíma og  pening til þess  að eyða næstu mánuðum á tískusýningum.
Adebayor hefur nægan tíma og pening til þess að eyða næstu mánuðum á tískusýningum. Vísir/Getty
Emmanuel Adebayor, framherji Tottenham, var ekki skráður í leikmannahóp Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í vetur þrátt fyrir að hann sé einn af launahæstu leikmönnum liðsins.

Adebayor sem er 31 árs gamall er sínu fimmta tímabili hjá Tottenham og lokaári samnings síns en hann er einn af launahæstu leikmönnum liðsins með 100.000 pund á viku.

Adebayor lék aðeins tíu leiki á síðasta tímabili í öllum keppnum en hann hefur verið orðaður við ýmis lið víðsvegar um Evrópu undanfarið ár. Var hann í viðræðum við West Ham annað árið í röð undir lok félagsskiptagluggans en Tottenham var ekki tilbúið að greiða upp samning hans líkt og Adebayor krafðist.

Hefur Tottenham brugðist við því með því að skrá hann ekki í leikmannahóp sinn og mun hann fyrir vikið eflaust æfa með varaliðinu næsta árið á meðan hann tekur inn tæplega tuttugu milljónir punda á viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×