Handbolti

Adam Haukur með níu mörk í stórsigri Hauka

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Haukar minnkuðu forskot Aftureldingar á toppi Olís-deildar karla niður í tvö stig með stórsigri á Akureyri í síðasta leik 15. umferðar í dag. Lokatölur 29-19, Haukum í vil.

Adam Haukur Baumruk skoraði níu mörk fyrir Hauka sem voru tveimur mörkum yfir í hálfleik, 12-10.

Í seinni hálfleik stigu Íslandsmeistararnir á bensíngjöfina og keyrðu yfir gestina að norðan. Á endanum munaði 10 mörkum á liðunum, 29-19.

Haukar eru í 2. sæti deildarinnar með 20 stig þegar aðeins umferð er eftir fram að HM-fríinu.

Akureyri, sem hafði ekki tapað í sex leikjum í röð fyrir leikinn í dag, er í 7. sæti með 11 stig.

Mörk Hauka:

Adam Haukur Baumruk 9, Daníel Þór Ingason 5, Brynjólfur Snær Brynjólfsson 4/1, Janus Daði Smárason 3, Heimir Óli Heimisson 3, Einar Pétur Pétursson 2, Giedrius Morkunas 1, Þórður Rafn Guðmundsson 1, Guðmundur Árni Ólafsson 1/1.

Mörk Akureyrar:

Kristján Orri Jóhannsson 6/1, Mindaugas Dumcius 4, Andri Snær Stefánsson 2/1, Igor Kopyshynskyi 2, Friðrik Svavarsson 1, Sigþór Heimisson 1, Arnór Þorsteinsson 1, Garðar Már Jónsson 1, Patrekur Stefánsson 1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×