Handbolti

Aðalsteinn tekur við Erlangen

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Aðalsteinn hefur störf hjá Erlangen á morgun.
Aðalsteinn hefur störf hjá Erlangen á morgun. vísir/vilhelm
Aðalsteinn Eyjólfsson stýrði Hüttenberg í síðasta sinn þegar liðið tapaði 31-30 fyrir Lemgo í þýsku úrvalsdeildinni í dag.



Aðalsteinn mun þó þjálfa áfram í þýsku deildinni því hann tekur við Erlangen. Hann hefur störf á morgun.

Erlangen situr í 16. sæti þýsku deildarinnar með fimm stig, einu sæti neðar en með jafn mörg stig og Hüttenberg.

Aðalsteinn náði frábærum árangri með Hüttenberg og kom liðinu upp um tvær deildir á jafn mörgum árum. Selfyssingurinn Ragnar Jóhannsson leikur með Hüttenberg.

Aðalsteinn tekur við þjálfarastarfinu hjá Erlangen af Robert Andersson.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×