Erlent

Að minnsta kosti níu létust í eldsvoða á tónleikum í Oakland

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Vöruhúsið sem kviknaði í en því var búið að breyta í stúdíó fyrir listamenn.
Vöruhúsið sem kviknaði í en því var búið að breyta í stúdíó fyrir listamenn. vísir/getty
Að minnsta kosti níu eru látnir og þrettán manns er saknað eftir mikinn eldsvoða í vöruhúsi í Oakland í Kaliforníu sem braust út í gærkvöldi að staðartíma, en í morgun að íslenskum tíma. Búið var að breyta vöruhúsinu og eru listamenn með stúdíó þar en tónleikar voru á húsinu þegar eldurinn kom upp.

Slökkviliðsstjóri slökkviliðsins í Oakland segir að að minnsta kosti níu manns hafi fundist látnir í vöruhúsinu en enn á eftir að leita í stórum hluta byggingarinnar. Að því er fram kemur í frétt BBC voru um 50 manns inni í vöruhúsinu þegar eldurinn kom upp.

Ekki er enn staðfest hversu margir létust í eldsvoðanum. Svo virðist sem brunavörnum í húsinu hafi verið ábótavant þar sem slökkviliðsmenn ekki heyrt í neinum reykskynjurum þegar þeir komu á staðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×