Innlent

Actavis leggur hjálparstarfinu í Nepal lið

Stefán Árni Pálsson skrifar
Enn er leitað að fólki í rústum í Nepal og skortur er á læknum og hjálpargögnum. Eftirskjálftar eru stórir. Kröftugur skjálfti reið yfir í gærmorgun og fólk er óttaslegið vegna þeirra og kýs að sofa undir berum himni.
Enn er leitað að fólki í rústum í Nepal og skortur er á læknum og hjálpargögnum. Eftirskjálftar eru stórir. Kröftugur skjálfti reið yfir í gærmorgun og fólk er óttaslegið vegna þeirra og kýs að sofa undir berum himni. vísir/AP
Actavis plc, móðurfélag Actavis hérlendis, hefur ákveðið að leggja hjálparstarfi í Nepal lið í kjölfar náttúruhamfaranna þar í landi um u.þ.b. 3,5 milljónir íslenskra króna í gegnum bresku hjálparsamtökin International Health Partners.

Auk þess er Actavis að skoða leiðir til að gefa nauðsynleg lyf og lækningavörur til Nepal í gegnum IHP og aðrar hjálparstofnanir sem fyrirtækið er í samstarfi við.

Actavis gerði nýverið samstarfssamning við IHP en markmið samtakanna er að auka aðgengi að lyfjum og lækningavörum í þróunarlöndunum. Actavis hefur stutt IHP að undanförnu m.a. með því að gefa nauðsynleg lyf og búnað sem ætlaður er til fyrstu hjálpar barna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×