Fótbolti

AC Milan komið í annað sætið | Juventus með fimm stiga forskot

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Suso skoraði eitt og lagði upp annað í sigri AC Milan.
Suso skoraði eitt og lagði upp annað í sigri AC Milan. Vísir/EPA
AC Milan er komið upp í annað sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar eftir 2-1 sigur á Palermo á útivelli í dag en fimm stig skilur liðið að frá toppliði Juventus sem var sömuleiðis á sigurbraut í dag.

Mílanó-menn hafa verið á miklu skriði síðustu vikurnar en liðið hefur nú unnið sex af síðustu átta leikjum og fengið 19 stig í þessum átta leikjum.

Spænski miðjumaðurinn Suso kom AC Milan yfir á 15. mínútu en hann lagði upp sigurmarkið fyrir Gianluca Lapadula eftir að Palermo jafnaði metin á 71. mínútu.

Ítölsku meistararnir í Juventus unnu sömuleiðis sinn leik á útivelli 2-1 gegn Chievo en Miralem Pjanic skoraði sigurmarkið korteri fyrir leikslok.

Sergio Pellissier jafnaði metin af vítapunktinum fyrir Chievo í 600. leik Gianluigi Buffon í ítölsku deildinni eftir að Mario Mandzukic kom Juventus yfir.

Udinese náði stigi á útivelli gegn Genoa 1-1 eftir að hafa komist yfir snemma leiks en Emil Hallfreðsson var ekki með liðinu í dag vegna meiðsla.

Úrslit dagsins:

Pescara 0-4 Empoli

Chievo 1-2 Juventus

Genoa 1-1 Udinese

Palermo 1-2 AC Milan

Sassuolo 0-3 Atalanta




Fleiri fréttir

Sjá meira


×