Erlent

Abu Ghraib fangelsinu lokað

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/ap
Yfirvöld í Írak hafa ákveðið að loka Abu Ghaib fangelsinu, nærri Baghdad, höfuðborg Íraks. Um 2400 fangar hafa verið fluttir í í öryggisfangelsi í borginni.

Talsmaður ríkisstjórnarinnar í Írak sagði að þetta hefði verið gert vegna öryggisástæðna, en sagði ekki liggja fyrir hvort fangelsinu verður lokað til frambúðar eða hvort um tímabundið ástand sé að ræða.

Fangelsið hefur á undanförnum árum orðið eins konar tákn um það sem hefur farið úrskeiðis eftir innrásina í Írak. Myndir af pyntingum á föngum í Abu Ghraib fóru eins og eldur í sinu um heimsbyggðina og enn virðast ekki öll kurl komin til grafar. Talið er að um fjögur þúsund fangar hafi látið þar lífið í stjórnartíð Saddams Hussein.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×