FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR NÝJAST 08:53

Durant frábćr gegn gamla liđinu

SPORT

Ábendingar litlu skilađ í rannsókn Móabarđsmálsins

 
Innlent
11:56 29. FEBRÚAR 2016
Á einni viku var tvisvar ráđist inn á heimili sömu konunnar í Móabarđi og hún beitt alvarlegu kynferđislegu ofbeldi.
Á einni viku var tvisvar ráđist inn á heimili sömu konunnar í Móabarđi og hún beitt alvarlegu kynferđislegu ofbeldi. VÍSIR/VILHELM

Lögreglan á höfuðborgasvæðinu hefur fengið töluvert af ábendingum í rannsókn sinni á tveimur alvarlegum árásum, sem beinast gegn konu í húsi í Móabarði í Hafnarfirði. Þær hafa þó ekki komið að gagni við rannsókn málsins.


Rannsókn málsins er enn í fullum gangi og er í forgangi hjá lögreglunni sem lítur málið alvarlegum augum. Lögreglan hefur hefur fáar vísbendingar að styðjast við og hefur óskað eftir því að þeir sem geti upplýst um málið, það er árásarmanninn og ferðir hans, hafi samband við lögreglu.

Samkvæmt upplýsingum frá kynferðisbrotadeild sem fer með rannsókn málsins hefur lögreglan fengið talsvert af ábendingum sem unnið hafi verið úr, þær hafi hinsvegar litlu skilað hingað til.

Enginn liggur undir grun
Rannsókn lögreglu beinist að tveimur árásum. Fyrri árásin átti sér stað mánudagsmorguninn 15. febrúar um kl. 8, en í kjölfarið sendi lögreglan út svohljóðandi lýsingu á gerandanum:

Fölleitur maður um 180 sentimetrar á hæð, dökkklæddur og með svarta húfu og svarta hanska. Talinn vera á aldrinum 35 – 45 ára.

Seinni árásin átti sér stað sunnudagskvöldið 21. febrúar um kl. 20. Í bæði skiptin, með hjálp fjölmiðla og samfélagsmiðla, var óskað eftir upplýsingum um mannaferðir og/eða annað sem gæti varpað ljósi á málið.

Enn sem komið er liggur enginn undir grun og hefur konunni, sem fyrir árásunum varð, og fjölskyldu hennar verið komið fyrir á öruggum stað.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / Ábendingar litlu skilađ í rannsókn Móabarđsmálsins
Fara efst