Fótbolti

Aalesund hafði betur í Íslendingaslag

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Adam var rekinn af velli á lokamínútu leiksins.
Adam var rekinn af velli á lokamínútu leiksins. vísir/ernir
Fjórir Íslendingar komu við sögu þegar Aalesund bar sigurorð af Bodö/Glimt á útivelli í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Aðeins eitt mark var skorað í leiknum en það gerði Oddbjörn Lie strax á 8. mínútu. Hann kom þá boltanum framhjá landsliðsmarkverðinum Hannesi Þór Halldórssyni sem stóð að vanda vaktina í marki Bodö/Glimt.

Það hefur hallað undan fæti hjá Hannesi og félögum að undanförnu eftir góða byrjun. Bodö/Glimt fékk sjö stig úr fyrstu þremur leikjunum en hefur tapað sjö af síðustu níu leikjum sínum og er í 13. sæti deildarinnar með 11 stig, jafnmörg og Aalesund sem er í sætinu fyrir ofan á betri markatölu.

Aron Elís Þrándarson og Adam Örn Arnarson voru báðir í byrjunarliði Aalesund en sá síðarnefndi fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt á lokamínútu leiksins. Grindvíkingurinn Daníel Leó Grétarsson kom inn á sem varamaður í liði Aalesund á 74. mínútu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×