Viðskipti innlent

Áætlunarflug um Keflavíkurflugvöll jókst mikið í september

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Mörg erlend flugfélög fljúga aðeins yfir sumarið til Íslands og því hefur það dregið úr umferð um Keflavíkurflugvöll strax fyrstu dagana í september.
Mörg erlend flugfélög fljúga aðeins yfir sumarið til Íslands og því hefur það dregið úr umferð um Keflavíkurflugvöll strax fyrstu dagana í september. vísir/vilhelm
Mikil aukning varð á millilandaflugi um Keflavíkurflugvöll í september síðastliðnum sé miðað við fyrri ár. Í ár var boðið upp á 1566 áætlunarferðir um flugvöllinn en í september í fyrra voru 1253 og árið 2013 alls 1029, að því er fram kemur á vef Túrista. Því er um að ræða um fjórðungs aukningu frá því í fyrra og aukningu um rúmlega helming frá því í september 2013.

Mörg erlend flugfélög fljúga aðeins yfir sumarið til Íslands og því hefur það dregið úr umferð um Keflavíkurflugvöll strax fyrstu dagana í september. Sú breyting varð hins vegar á í ár að flugfélög á borð við Delta og Lufthansa buðu upp á fleiri ferðir en áður auk þess sem íslensku flugfélögin fljúga meira en áður.

Icelandair er enn umsvifamesta flugfélagið á Keflavíkurflugvelli en hlutdeild þess fer ört minnkandi samkvæmt frétt Túrista. Í september árið 2013 var félagið með um þrjár af hverjum fjórum þotum sem fóru um flugvöllinn en í dag er það með um tvær af hverjum þremur þotum.

Hér að neðan má sjá tölfræði Túrista vegna millilandaflugs í september.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×