Lífið

Á rúntinum með Corden: Kaninn þekkir ekki Take That

Stefán Árni Pálsson skrifar
Corden reyndi að kynna sveitina í Bandaríkjunum.
Corden reyndi að kynna sveitina í Bandaríkjunum.
Carpool Karaoke er einhver allra vinsælasti dagskráliður heims og tröllreið hann internetinu á árinu 2016 og virðist Corden ætla gera enn betur á þessu ári.

Bretinn James Corden heldur utan um dagskráliðinn í þætti sínum The Late Late Show en í síðustu viku var dagur rauða nefsins í Bretlandi og tók spjallþáttstjórnandinn í tilefni af því drengina í Take That á rúntinn.

Þeir Gary Barlow, Howard Donald og Mark Owen settust upp í bíl með Corden og sungu með honum þekkt lög með bandinu á rúntinum um Los Angeles.

Corden táraðist á einum tímapunkti á rúntinum, en hann hefur verið mikil aðdáandi sveitarinnar í mörg ár. Í ljós kom að fáir þekkja í raun bresku hljómsveitina Take That í Bandaríkjunum.

Hér að neðan má sjá útkomuna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×