Innlent

Á heimleið með 2600 tonn af kolmunna

Gissur Sigurðsson skrifar
Víkingur AK
Víkingur AK HB Grandi
Víkingur AK er nú á siglingu áleiðis til Vopnafjarðar með 2,600 tonn af kolmunna af miðunum vestur af Írlandi, en öll stóru loðnuskipin héldu þangað strax að lokinni loðnuvertíð.  Þar eru nú einnig rússnesk og færeysk skip að veiðum.

Þau veiða þar á alþjóðlegu hafsvæði. Haft er eftir skipstjóranum á heimasíðu HB-Granda að svo virðist sem kolmuninn sé á hraðri leið inn í írsku lögsöguna, en þar hafa íslensku skipin ekki veiðiheimildir og þurfa að bíða þess að hann gangi inn í færeysku lögsöguna.

Skipstjórinn segir skipstjórnarmenn á alþjóðlega hafsvæðinu jafnframt vera nokkuð sammála um að stefnan á kolmunnanum hafi meira verið austlæg frekar en að hann hafi verið á göngu norður í áttina að færeysku lögsögunni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×