Menning

Á förnum vegi Dags

Magnús Guðmundsson skrifar
Dagur Gunnarsson
Dagur Gunnarsson
Á förnum vegi – annar hluti er sýning á svarthvítum ljósmyndum Dags Gunnarssonar sem verður opnuð í Grófarhúsinu við Tryggvagötu á morgun.

Eins og nafnið gefur til kynna tengist þessi sýning annarri sýningu sem nú stendur yfir í Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Hér ber að líta andlitsmyndir af því fólki sem slæðist fram fyrir linsu ljósmyndarans á förnum vegi. Sýningarstjóri er Harri Gylfason.

Um andlitsmyndir segir Dagur: „Góðar andlitsmyndir hreyfa við okkar innsta kjarna því þær vekja forvitni og viðbrögð sem spanna allan tilfinningaskalann. Við skönnum stöðugt þau andlit sem verða á vegi okkar, það er hluti af viðvörunarkerfi undirmeðvitundarinnar. Er viðkomandi vinveittur eða fjandsamlegur? Skyldur okkur eða framandi? Glaður eða reiður?

Andlitsmyndir tala til okkar með beinum hætti. Það þarf engin prófskírteini til að lesa í andlit – það er hæfileiki sem við fáum í vöggugjöf.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×