FIMMTUDAGUR 23. MARS NÝJAST 20:00

Réttur barnsins ađ fá bólusetningu

FRÉTTIR

Á fjórđa tug flóttamanna lét lífiđ í árás úr ţyrlu í Jemen

 
Erlent
11:19 17. MARS 2017
Ófremdarástand hefur ríkt í Jemen síđustu ár.
Ófremdarástand hefur ríkt í Jemen síđustu ár. VÍSIR/AFP

Að minnsta kosti 31 sómalskur flóttamaður lét lífið þegar ráðist var á bát þeirra úr þyrlu undan strönd Jemen í gærkvöldi.

Maður í áhöfn bátsins segir að tekist hafi að bjarga áttatíu flóttamönnum um borð.

Sameinuðu þjóðirnar hafa staðfest að 31 flóttamaður hafi látið lífið í árásinni, en fólkið hafði verið skráð sem flóttamenn af starfsmönnum Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna.

Flóttamennirnir voru á leið frá Jemen til Súdan en ráðist var á bátinn úr Apacheþyrlu nærri sundinu Bab al-Mandab sem tengir Aden-flóa við Rauðahaf.

Ekki er vitað hverjir bera ábyrgð á árásinni.

Ófremdarástand hefur ríkt í Jemen síðustu ár þar sem uppreisnarmenn Húta, sem njóta stuðnings Írana, hafa átt í átökum við stjórnarherinn, sem aftur á móti nýtur stuðnings Sádi-Araba.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Erlent / Á fjórđa tug flóttamanna lét lífiđ í árás úr ţyrlu í Jemen
Fara efst