Viðskipti innlent

Á enn hlut í DV en segir rétt sinn ekki virtan

Bjarki Ármannsson skrifar
Reynir Traustason tekur í hönd Sigurðs G. Guðjónssonar lögmanns um það leyti sem deilur um eignarhald DV stóðu sem hæst.
Reynir Traustason tekur í hönd Sigurðs G. Guðjónssonar lögmanns um það leyti sem deilur um eignarhald DV stóðu sem hæst. Vísir/Anton
Reynir Traustason, stjórnarformaður Stundarinnar og fyrrverandi ritstjóri DV, er í þeirri einkennilegu stöðu að vera enn hluthafi í DV ehf. en mega ekki fá svör við hinum ýmsu spurningum um stöðu félagsins sökum þess að vera samkeppnisaðili miðilsins. Frá þessu greinir Reynir á Facebook-síðu sinni í dag.

Reynir á ennþá rúmlega þrettán prósenta hlut í DV ehf. en hann var rekinn úr ritstjórastól blaðsins fyrir um ári síðan eftir mikil átök um eignarhald þess. Hann segir að hann hafi ítrekað spurt um stöðu félagins og væntanlegan aðalfund, sem hann segir að eigi að hafa verið haldinn fyrir lok ágústmánaðar, en engin svör fengið.

Sjá einnig: Vill losa sig við hlut sinn í DV og býður verulegan afslátt

„Þá hef ég spurt um vanskil á vörslugjöldum (sköttum og lífeyrisiðgjöldum) en þá er svarið að ég sé samkeppnisaðili og megi ekki vita slíkt,“ skrifar Reynir. „Réttur minnihlutaeigendans er ekki virtur. Eina ráðið til að knýja fram aðalfund virðist vera að leita liðsinnis ráðuneytis viðskiptamála.“

Sit ennþá uppi með rúmlega 13 prósenta hlut í DV ehf. rúmu ári eftir brotthvarf mitt. Félaginu bar að halda aðalfund...

Posted by Reynir Traustason on 9. október 2015

Tengdar fréttir

Reynir reiknar með að hætta á DV á föstudag

Reynir segir um nakta tilraun að ræða til þess að kaupa út tjáningarfrelsið. Með þessu sé Björn að kaupa sér þögn miðilsins, en honum hafi þótt umfjöllun DV um sig óþægileg.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×