Innlent

Á allra vörum vill samskipti án eineltis hjá börnum og unglingum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frá átakinu 2013.
Frá átakinu 2013.
Í september ætlar Á allra vörum að standa fyrir herferð og landssöfnun þar sem áhersla er lögð á bætt samskipti meðal barna og unglinga. Um er að ræða kynninga- og fjáröflunarátak þar sem þjóðin sameinast og lætur gott af sér leiða. Þetta kemur fram í tilkynningu frá samtökunum.

Frá árinu 2008 hefur Á allra vörum valið nokkur verðug verkefni og safnað fyrir. Um er að ræða Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna, Ljósið, Krabbameinsfélag Íslands, Leiðarljós, geðgjörgæsludeild Landspítalans og Neistann. Upp undir 400 milljónir króna hafa safnast í þessum átökum, bæði með beinum fjárframlögum og gjöfum ýmiskonar.

Málefni ársins fjallar eins og áður sagði um bætt samskipti og þá verður einblínt á einelti meðal barna unglinga. Það er brýnt að vekja athygli á alverleika málsins og að sérstakur farvegur sé til bæði fyrir þolendur eineltis, gerendur, foreldra og aðra aðstandendur.

Átakið hefst 10. september og stendur í 2 vikur. Ítarleg kynning á átakinu fer fram í lok ágúst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×