Innlent

Á 166 kílómetra hraða á Reykjanesbrautinni

Atli Ísleifsson skrifar
Ellefu ökumenn hafa verið kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum á síðustu dögum.
Ellefu ökumenn hafa verið kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum á síðustu dögum. Vísir/Vilhelm
Lögregla á Suðurnesjum stöðvaði ökumann á Reykjanesbraut á 166 kílómetra hraða í vikunni. Hámarkshraðinn er þar 90 kílómetrar á klukkustund.

Maðurinn var sviptur ökuréttindum til bráðabirgða á lögreglustöð, auk þess sem hann þarf að greiða 150.000 króna fjársekt og fær þrjá refsipunkta í ökuferilsskrá.

Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum segir að ellefu ökumenn hafi verið kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi hennar á síðustu dögum. Einn var mældur á 162 og annar 157 kílómetra hraða. „Aðrir óku ekki eins hratt en þó vel yfir hámarkshraða.“

Þá voru tveir karlmenn, ökumaður og farþegi, jafnframt handteknir í gær eftir að lögregla stöðvaði bifreið þeirra á Reykjanesbraut. Mennirnir reyndust báðir verulega ölvaðir og voru færðir á lögreglustöð.

Þar kom í ljós að sá sem sat undir stýri hafði verið sviptur ökuréttindum með dómi í heimalandi sínu og var því sviptur í annað sinn nú. Mennirnir voru vistaðir í fangageymslu á meðan þeir voru að ná áttum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×