Lífið

90 þúsund manns í gleðigöngu - myndir

Kristjana Arnarsdóttir skrifar
Um 90.000 manns tóku þátt í hinni árlegu gleðigöngu Hinsegin daganna sem fram fór í miðbæ Reykjavíkur á laugardag.

Um þrjátíu vagnar voru í skrúðgöngunni að þessu sinni en þetta var í sextánda sinn sem Hinsegin dagar voru haldnir hátíðlegir.

Að göngu lokinni var boðið upp á tónlistar- og skemmtidagskrá við Arnarhól þar sem landsþekkt tónlistarfólk steig á svið.

Gangan var hin glæsilegasta í ár.
Veðrið lék við gesti gleðigöngunnar og því engin ástæða til annars en að brosa.
Þeir eru ófáir regnbogalituðu fánarnir á Hinsegin dögum.
Um þrjátíu vagnar voru í göngunni í ár. Páll Óskar lét sig að sjálfsögðu ekki vanta og var vagninn hans hinn glæsilegasti.
Fjölmargir höfðu útbúið flott skilti í tilefni Hinsegin daganna.
Knattspyrnufélagið Styrmir er skipað samkynhneigðum leikmönnum eingöngu.

Tengdar fréttir

„Bærinn iðar af lífi“

Gífurlegur fjöldi fólks er nú samankominn í miðbænum vegna Gleðigöngu Hinsegin daga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×