Innlent

880 börn hafa nýtt sér sálfræðiþjónustu SÁÁ

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
SÁÁ býður upp á ýmislega þjónustu fyrir alkóhólista og aðstandendur þeirra.
SÁÁ býður upp á ýmislega þjónustu fyrir alkóhólista og aðstandendur þeirra. Vísir/E.ÓL
880 börn hafa nýtt sálfræðiþjónustu SÁÁ, Samtaka áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann, síðan hún var fyrst boðin 1. apríl 2008. Þetta kemur fram á vefsíðu SÁÁ.

Hlutfall stúlkna og drengja er næstum því hnífjafnt en 465 stúlkur og 415 drengir hafa nýtt sér þjónustuna. 773 þessara barna eru búsett á höfuðborgarsvæðinu en 107 á landsbyggðinni.

Samkvæmt SÁÁ hefur eftispurn eftir þjónustunni verið mikil og þau telja sjálf að hún hafi mælst vel fyrir.

„Geta samtakanna til þess að veita þjónustuna hefur sveiflast með efnahagsástandi í þjóðfélaginu en þjónustan er að mestu kostuð af sjálfsaflafé SÁÁ,“ segir á vefsíðu samtakanna.

„Í upphafi ársins 2015 voru tæplega 70 börn á biðlista og var allt að árs bið eftir viðtali hjá þeim eina sálfræðingi sem starfaði við þjónustuna á þeim tíma en frá 1. mars 2015 hafa tveir sálfræðingar sinnt sálfræðiþjónustu barna í fullu starfi hjá SÁÁ. Í dag eru um 30 börn á biðlista og biðtíminn styttist hröðum skrefum. Þau börn sem eru að koma til viðtals í fyrsta skipti í dag hafa verið á biðlista frá því í ágúst.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×