Erlent

82 látnir í tveimur árásum í Nígeríu

Atli Ísleifsson skrifar
Fjölmargir hafa látið lífið í árásum Boko Haram í Nígeríu síðustu vikur.
Fjölmargir hafa látið lífið í árásum Boko Haram í Nígeríu síðustu vikur. Vísir/AFP
Að minnsta kosti 82 eru látnir eftir tvær sprengjuárásir í bænum Kaduna í norðurhluta Nígeríu í dag. Á vef Reuters er haft eftir embættismönnum að árásirnar beri þess merki að hryðjuverkahópurinn Boko Haram beri ábyrgð á ódæðunum.

Þannig fórust að minnsta kosti 32 þegar maður sprengdi sjálfan sig í loft upp í árás sem beindist gegn hófsömum klerki á fjölfarinni götu í bænum. Stuttu síðar varð mikil sprenging á fjölmennum markaði þar sem fimmtíu manns létust.

Líklegt er að talið að tala látinna muni hækka enn frekar, en fjölmargir særðust lífshættulega í árásinni.


Tengdar fréttir

Mannskæðar árásir í Nígeríu

Að minnsta kosti 10 manns hafa fallið í árásum vígamanna, sem talið er að séu liðsmenn öfgasamtakanna Boko Haram, á nokkur þorp í norðausturhluta Nígeríu í dag.

Þrýstingur eykst um að friður komist á

Árásir Ísraelshers hafa haldið áfram úr lofti, frá sjó og á landi og Hamas heldur áfram hernaði sínum í gegnum jarðgöng og með loftskeytum. Amnesty International krefst rannsóknar af gjörðum beggja stríðsaðila og segja að margt bendi til þess að stríðsgæpir hafi verið framdir.

Yfir fjögur þúsund börn í hernaði

Í skýrslu sem birt var í dag segir að þúsundir í viðbót hafi gengið í heri og lið uppreisnarmanna víðsvegar um heiminn.

Þúsundir stúlkna eru á flótta

Maimuna Abdullahi er aðeins ein af þúsundum stúlkna á barnsaldri sem hafa gengið í gegnum hjónaskilnað í norðaustanverðri Nígeríu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×