Innlent

80 jarðskjálftar mældumst við öskjubrún Bárðarbungu

Stefán Árni Pálsson skrifar
VISIR/ÞÓRHALLUR JÓNSSON/PEDROMYNDIR
Eldgosið heldur áfram með svipuðu hraunflæði og verið hefur undanfarnar vikur en þetta kemur fram í stöðuskýrslu frá Veðurstofu Íslands.

Frekar lítil skjálftavirkni er í gangi Bárðarbungu en um tuttugu skjálftar hafa mælst á síðasta sólarhring, allir innan við 1,5 að stærð og í norðurhluta gangsins milli gosstöðva og nokkra kílómetra undir Dyngjujökul.

Um 80 jarðskjálftar hafa mælst við öskjubrún Bárðarbungu. Stærstu skjálftarnir urðu kl. 11:26 og 23:51 í gær, báðir 4,8 að stærð. Skjálftar af stærð 4,7 og 4,5 mældust einnig og sjö milli 3,0 og 3,9 að stærð. Flestir urðu við norðurbrún Bárðarbunguöskjunnar.

Engar breytingar sjást á vatnamælum sem ekki er hægt að skýra með veðurfarsbreytingum.

Í dag og á morgun lítur út fyrir fremur hæga norðaustlæga átt. Því gæti orðið vart gasmengunar suður og suðvestur af eldstöðvunum á svæði sem takmarkast af Hellisheiði í vestri og Hornafirði í austri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×