Viðskipti innlent

79 prósent Íslendinga versla á netinu

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Fataverslunin Asos er ein vinsælasta netverslunin sem Íslendingar skipta við.
Fataverslunin Asos er ein vinsælasta netverslunin sem Íslendingar skipta við.
79 prósent Íslendinga versla á netinu samkvæmt nýrri könnun Gallup sem kynnt var ráðstefnu Já og Valitor um vefverslun í Hörpu í dag. Heiður Hrund Jónsdóttir, sérfræðingur hjá Gallup, kynnti niðurstöður könnunarinnar en í máli hennar kom fram að þetta hlutfall af þeim sem versla á netinu sé með því hæsta sem gerist.

„Íslendingar eru á meðal þeirra þjóða þar sem hvað flestir versla á Netinu eða 79 prósent. Samkvæmt Eurostat er sambærilegt hlutfall fyrir Bretland 83 prósent, Danmörku 82 prósent, Noreg 78 prósent, Lúxemborg 78 prósent, Svíþjóð 76 prósent og Holland og Þýskaland 74 prósent. 65 prósent svarenda telja að Netverslun þeirra muni aukast og 31 prósent til viðbótar að hún muni haldast óbreytt,“ sagði Heiður.

Að því er fram kemur í tilkynningu höfðu 76 prósent þeirra sem höfðu verslað á netinu verslað þar við íslenskan söluaðila og 87 prósent höfðu verslað við erlenda söluaðila.

„Ýmsar rannsóknir sýna að neytendur í nágrannalöndum okkar versla í meira mæli við innlenda söluaðila og í minna mæli við erlenda heldur en þeir íslensku eru að gera,“ sagði Heiður.

Einnig kemur fram í könnuninni að þrír af hverjum fjórum hafa leitað sér upplýsinga um vöru á Netinu en ákveðið að kaupa hana í verslun á staðnum.


Tengdar fréttir

Fataverslanir glíma við aukna netverslun og komu H&M hingað

Miklar breytingar eru í vændum í íslenskri fataverslun. Salan hefur dregist saman og H&M verður opnað á árinu. Hagar loka fjórum verslunum á þessu ári og læstu þremur í fyrra. Eigendur Next á Íslandi vilja færri fermetra í Kringlunni.

Íslendingar beina viðskiptum sínum til netsins og frá landinu

Netverslun hefur tekið mikinn kipp á sama tíma og fataverslun á Íslandi dregst saman á miklu hagvaxtarskeiði. Tvöfaldur virðisaukaskattur á fatnaði sem keyptur er af netinu virðist engin áhrif hafa á íslenska neytendur sem telja kaupin samt






Fleiri fréttir

Sjá meira


×