Innlent

720 beiðnir um símhleranir

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Í langflestum tilvikum féllust dómstólarnir á beiðnirnar en í fimm tilvikum af þessum 720 var þeim hafnað.
Í langflestum tilvikum féllust dómstólarnir á beiðnirnar en í fimm tilvikum af þessum 720 var þeim hafnað. vísir
Dómstólum hefur borist 720 beiðnir um símhleranir frá ársbyrjun 2009 til ársloka 2013. Í langflestum tilvikum féllust dómstólarnir á beiðnirnar en í fimm tilvikum af þessum 720 var þeim hafnað.  Í fjórum tilvikum var um að ræða meint fíkniefnamál og í einu tilviki meint mansal. 

Þetta kemur fram í svari Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætis- og dómsmálaráðherra við fyrirspurn Helga Hrafns Gunnarssonar pírata. Tölurnar voru teknar saman í samvinnu við embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu.

Langflestar beiðnirnar sneru að fíkniefnamálum, eða alls 467. Auðgunarbrot koma þar á eftir en það voru alls 116 beiðnir. Þá bárust 38 beiðnir vegna kynferðisbrota, 28 vegna manndráps og líkamsmeiðinga og 19 vegna mansals. Mál er varða brot gegn valdstjórninni, íkveikju og efnahagsbrot voru 52 talsins. Flestar þessara beiðna voru lagðar fram í Héraðsdómi Reykjavíkur og Reykjaness.

Lögð var fram 171 beiðni í 41 máli um símhlustanir árið 2009 og 100 beiðnir í fyrra í nítján málum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×