Fótbolti

72 prósent Dana halda nú með Íslandi

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Strákarnir eru vinsælir á Norðurlöndum.
Strákarnir eru vinsælir á Norðurlöndum. vísir/vilhelm
Aðeins átta lið standa eftir á Evrópumótinu í fótbolta en strákarnir okkar sem eru að þreyta frumraun sína á stórmóti er eitt þeirra liða.

Danska sjónvarpsstöðin TV 2 í Danmörku setti upp kosningu á Facebook-síðu sinni þar sem hún vildi vita með hvaða liði danska þjóðin heldur af þeim átta sem eru eftir.

Niðurstaðan var afgerandi: Danir halda með Íslandi. Íslenska liðið fékk ellefu þúsund atkvæði eða 72 prósent allra atkvæða í kosningunni.

Næstir komu Frakkar með aðeins 1.600 atkvæði. Ísland og Frakkland mætast einmitt á sunnudaginn á Stade de France. Frakkar fengu níu prósent atkvæða og Þjóðverjar 1.200 eða átta prósent. Ítalir fengu svo fjögur prósent en náðu ekki 1.000 atkvæðum.

Mikil stemning er fyrir íslenska liðinu á hinum Norðurlöndunum en frændur okkar handan hafsins styðja flestir hverjir strákana okkar áfram í baráttunni á Evrópumótinu.

Hér að neðan má sjá hvernig kosningin fór fram og úrslitin úr henni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×