Erlent

70 þúsund fuglar drepnir vegna „kraftaverksins“ á Hudson ánni

Samúel Karl Ólason skrifar
Flugmaðurinn „Sully“ neyddist til að lenda farþegaflugvél á Hudson ánni og var öllum þeim 155 sem voru um borð bjargað úr henni.
Flugmaðurinn „Sully“ neyddist til að lenda farþegaflugvél á Hudson ánni og var öllum þeim 155 sem voru um borð bjargað úr henni. Vísir/AFP
Frá því að gæsahópur lenti í hreyflum flugvélar Chesley Sullenberger í New Yorku hefur tugum þúsunda þeirra verið slátrað svo að sagan endurtaki sig ekki. Flugmaðurinn „Sully“ neyddist til að lenda farþegaflugvél á Hudson ánni og var öllum þeim 155 sem voru um borð bjargað úr henni.

Minnst 70 þúsund mávar, gæsir og aðrir fuglar hafa verið drepnir í kringum þrjá flugvelli New York frá árinu 2009. Flestir hafa verið skotnir eða fangaðir. Þó hefur atvikum þar sem fuglar lenda á flugvélum fjölgað en ekki fækkað.

Gögn sem AP fréttaveitan skoðaði fyrir LaGuardia og Newark sína að fyrst um sinn fjölgaði slysum sem tengdist fuglum eftir að Sully lenti flugvélinni á Hudson ánni. Mögulega tengist það þó því að slík atvik voru tilkynnt af meiri nákvæmni en áður.

Svipaða sögu er að segja af Kennedy flugvelli þar sem atvikum hefur einnig fjölgað.

Þá hefur komið í ljós að embættismenn vopnaðir haglabyssum hafa einnig verið duglegir við að skjóta smáfugla við flugvellina þrjár. Smáfugla sem eru ekki þekktir fyrir að valda skemmdum á flugvélum.

Dýraverndunarsinnar segja hins vegar að finna þurfi nýja leið til að vernda flugvélar, sem feli ekki í sér slátrun á villtum fuglum.

Mörgum leiðum er þó beitt til að draga úr því að fuglar komi sér fyrir við flugvellina. Til dæmis eru ljós og lasergeislar notaðir til að fæla fugla. Þá hefur nærumhverfi flugvallanna verið breytt og sérstökum skordýrum verið komið fyrir til að draga úr líkum á því að stórir fuglar búi til hreiður á svæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×