Erlent

70 saknað eftir að bátur sökk við strendur Líbýu

Samúel Karl Ólason skrifar
Um 27 þúsund manns hafa siglt yfir Miðjarhafið til Ítalíu það sem af er árinu.
Um 27 þúsund manns hafa siglt yfir Miðjarhafið til Ítalíu það sem af er árinu. Vísir/EPA
Minnst 70 manns er saknað eftir að bátur sökk út af ströndum Líbýu. Vont veður er á svæðinu og voru flótta- og farandfólkið í uppblásnum báti. 26 var bjargað um borð í ítalskt fraktskip. Strandgæslu Ítalíu barst símtal úr gervihnattasíma eftir að báturinn byrjaði að leka.

Á vef BBC kemur fram að það sem af er árinu hafi um 27.000 manns komið til Ítalíu með bátum og flestir þeirra frá Líbýu. Minnst 800 eru taldir hafa drukknað á leiðinni.

Sérfræðingar búast við því að fólki sem reyni að komast þessa leið til Evrópu muni fjölga á ný þar sem flóttafólki hefur verið gert erfitt að ferðast til Evrópu frá Tyrklandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×