Körfubolti

69. sigur Bandaríkjanna í röð og gullið til þeirra

Anton Ingi Leifsson skrifar
Bandaríkjastúlkur fagna sigri.
Bandaríkjastúlkur fagna sigri. vísir/getty
Bandaríkin lenti í engum vandræðum gegn Spánverjum í úrslitaleiknum í körfubolta kvenna á Ólympíuleikunum í Ríó þetta sumarið.

Bandaríkinn vann að lokum 29 stiga sigur, 101-72, en sigurinn var aldrei í hættu. Þær voru fjórum stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann, 21-17.

Munurinn varð svo orðinn 17 stig í hálfleik, 49-32 og eftirleikruinn heldur betur auðveldur. Lokatölur 101-72.

Þetta var 69. sigur Bandaríkjana kvenna í körfubolta í röð á ólympíuleikum, en það er algjörlega mögnuð tölfræði.

Stigaskor hjá Bandaríkjunum dreifðist vel, en Lindsay Whalen skoraði sautján stig sem og Diana Taurasi.

Hjá Spáni var Alba Torrens atkvæðamest með átján stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×