Viðskipti innlent

682 framúrskarandi fyrirtæki

Sæunn Gísladóttir skrifar
Að þessu sinni komust 2 prósent af öllum skráðum fyrirtækjum landsins á lista Creditinfo.
Að þessu sinni komust 2 prósent af öllum skráðum fyrirtækjum landsins á lista Creditinfo. Vísir/Daníel
Í ár hljóta 682 fyrirtæki titilinn framúrskarandi fyrirtæki frá Creditinfo. fyrir rekstrarárið 2014. Cred­it­in­fo til­kynn­ir í dag hvaða fé­lög eru á lista Framúrsk­ar­andi fyr­ir­tækja við athöfn sem hófst klukkan 16:00.

Síðastliðin sex ár hefur Creditinfo unnið ítarlega greiningu sem sýnir rekstur hvaða íslensku fyrirtækja telst til fyrirmyndar. En árið 2010 voru einungis 178 félög á listanum.

Að þessu sinni komust 682 fyrirtæki á listann af þeim 35.842 sem skráð voru í hlutafélagaskrá, eða 2 prósent af öllum skráðum fyrirtækjum. Hægt er að lesa listann í heild sinni á vef Creditinfo.

Þessi fyrirtæki eiga það sammerkt að sýna stöðugleika í rekstri og skapa þannig sjálfbær verðmæti fyrir hluthafa og fjárfesta. Fyrirtækin byggja á sterkum stoðum og eru ekki líkleg til að skapa kostnað fyrir samfélagið. Það felast því mikil verðmæti í þessum fyrirtækjum fyrir samfélagið í heild sinni. Þau félög sem fá viðurkenningu Creditinfo sem framúrskarandi þurfa að uppfylla viss skilyrði er varða rekstur og stöðu þeirra. 

Félögin þurfa að vera skráð ehf. eða hf. í hlutafélagaskrá, hafa skilað ársreikningum síðustu þriggja ára, einnig þurfa líkur á alvarlegum vanskilum að vera undir 0,5% og félögin þurfa sýna fram á rekstrarhagnað síðustu þriggja ára. Jafnframt þarf eiginfjárhlutfall félaganna að vera 20% eða meira þrjú rekstrarár í röð og eignir 80 milljónir eða meira þrjú ár í röð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×