Viðskipti erlent

68 milljónum lykilorða stolið af Dropbox

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Getty
Hakkarar hafa stolið upplýsingum 68 milljóna notenda Dropbox. Um er að ræða bæði lykilorð og póstföng sem notendur notuðu til að skrá sig inn, en árásin átti sér þó stað árið 2012. Fyrirtækið hefur þvingað notendur sem ekki hafa breytt lykilorði sínu síðan þá til að breyta.

Hins vegar eru margir sem nota sama lykilorðið og sama póstfangið fyrir margar þjónustur á netinu og því ættu þeir að breyta um lykilorð.

Hakkarar eiga það til að nota upplýsingar sem þessar til þess að komast inn á aðra reikinga fólks.

Samkvæmt Motherboard var um að ræða upplýsinga 68.680.741 notenda Dropbox. Talsmaður fyrirtækisins segir að engar vísbendingar hafi fundist um að stolnu upplýsingarnar hafi verið notaðar til þess að öðlast aðgang að Dropbox reikningum notenda.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×