Innlent

63 tillögur að mosku í Sogamýrinni

Jakob Bjarnar skrifar
Hugur er í Sverri en teikningar að nýrri mosku bárust víða að, einkum frá Danmörku og Noregi.
Hugur er í Sverri en teikningar að nýrri mosku bárust víða að, einkum frá Danmörku og Noregi.
Sverrir Agnarsson, formaður Félags múslíma á Íslandi, er ánægður með hvernig til tókst í arkítektasamkeppni um teikningu að nýrri mosku í Sogamýrinni. 63 tillögur bárust og nú vantar Sverri sal til að sýna teikningarnar og kunngera úrslitin.

„Niðurstöður dómnefndar munu liggja fyrir um leið og bæklingur um keppnina er tilbúinn og sýningin opnar,“ segir Sverrir. Hann auglýsir eftir hentugum og ódýrum sal í 7 daga til að sýna niðurstöðurnar og teikningarnar.

Sverrir segir að sér hafi ekki komið á óvart hversu mikill áhugi reyndist á keppninni. „Nei, það sem kom mér á óvart var að langflestar tillögurnar komu erlendis frá. Noregur og Danmörk voru áberandi og svo England, Spánn og Ítalía.“

Sverrir segir fyrir liggja að arkítektarnir sem tóku þátt hafi lagt mikla vinnu í tillögur sínar. Þegar svo teikningin liggur fyrir hefst fjármögnun fyrir alvöru. „Vonandi verður allt klárt fyrir áramót,“ segir Sverrir spurður um fyrstu skóflustunguna.

Fram hefur komið að verðlaun fyrir bestu teikninguna eru rausnarleg; heildarverðlaun eru fimm milljónir króna og 2,5 fyrir bestu teikninguna.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×