Innlent

60 metrar í land

Smíði nýrrar brúar yfir Múlakvísl hefur gengið vel undanfarna daga og er nú reiknað með að unnt verði að opna brúna fyrir umferð á morgun eða á sunnudaginn. Nú á brúin einungis eftir um 60 metra í land.

Eftir að búið verður að veita ánni undir nýju bráðabrigðabrúna, sem gert verður síðdegis í dag föstudag eða klukkan fimm, verður staðan metin með tilliti til þess hvenær hægt verður að hleypa umferð á brúna og opna þar með Hringveginn að nýju.

Tímasetningar á þessari opnun verða þó ekki endanlegar fyrr en á laugardagsmorgun, en ljóst er að vegagerðarmenn hafa látið hendur standa fram úr ermum þar sem upphaflega var talið að ekki yrði unnt að opna brúna fyrr en eftir tvær til þrjár vikur.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×