Innlent

6,25 milljón farþegar um Keflavíkurflugvöll árið 2016

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
vísir/gva
Búist er við að um 28,4 prósent fleiri farþegar muni fara um Keflavíkurflugvelli á næsta ári en þessu, sem þýðir að heildarfarþegafjöldi verður um 6,25 milljónir á árinu 2016. Þetta kemur fram í nýrri farþegaspá Isavia.

Þá er útlit fyrir að alls fari um 4,9 milljónir farþega um völlinn á þessu ári, sem er aukning um 25,8 prósent frá árinu 2014.

Í farþegaspánni er gert ráð fyrir um 10 prósent fleiri íslenskum ferðamönnum en árið 2015. Gangi þessi spá eftir munu Íslendingar vera um 24,3 prósent af heildarfjöldanum. Erlendum ferðamönnum hefur það sem af er þessu ári fjölgað um tæp 30 prósent en í spánni fyrir árið 2016 er gert ráð fyrir 22,2 prósenta fjölgun þeirra. Erlendir ferðamenn verða því samkvæmt spánni um 1.540 þúsund, eða um 75,7 prósent af farþegum Keflavíkurflugvallar á næsta ári.  Til samanburðar var þetta hlutfall 64,4 prósent árið 2012.

Fjöldi farþega um Keflavíkurflugvöll á fyrstu tíu mánuðum ársins 2015 er 6,9 prósent um fram það sem farþegaspá gerði ráð fyrir. Árið 2015 mun enda í 4.866 farþegum ef ný spá fyrir nóvember og desember gengur eftir. Það er aukning um 25,8 prósent eða sem nemur 999 þúsund farþegum frá fyrra ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×