Erlent

550 óbreyttir borgarar hafa látið lífið í átökum í Jemen

Atli Ísleifsson skrifar
Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna segir 115 börn vera á meðal hinna látnu.
Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna segir 115 börn vera á meðal hinna látnu. Vísir/AFP
Bardagar héldu áfram milli stríðandi fylkinga í suður-og miðhluta Jemen í dag. Sádi-arabíski herinn hélt loftárásum sínum á sveitir Húta áfram í hafnarborginni Aden. Lítið bendir til þess að friðarviðræður séu á næsta leiti.

Í frétt Reuters er haft eftir talsmanni sádi-arabíska hersins að nokkuð hafi dregið úr loftárásum síðustu daga. Þó hefur verið greint frá því að þær hafi verið tuttugu talsins á fimmtudag og tíu í dag.

Sameinuðu þjóðirnar segja 551 óbreyttur borgari hafi látið lífið í bardögum og loftárásum frá því að þær hófust þann 26. mars síðastliðinn. Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna segir 115 börn vera á meðal hinna látnu.

Stjórnvöld á Vesturlöndum sem styðja loftárásir Sáda hafa áhyggjur af mannúðarástandinu í landinu og hættunni á að hópar öfgasinnaðra súnníta nýti sér ástandið í landinu til að ná frekari yfirráðum í landinu.

Sádi-arabísk stjórnvöld hafa kallað eftir fundi með fulltrúum Sameinuðu þjóðanna og öðrum hjálparstofnunum til að ræða hvernig skuli koma nauðþurftum til landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×